Verðbólga á Indlandi náði sínu hæsta gildi í fjögur ár í síðasta mánuði, en verðbreytingar má fyrst og fremst rekja til hækkandi heimsmarkaðsverð á málmum, matvælum og eldsneyti, að því er ráðamenn þar í landi segja. Verðbólga mælist nú 7,4%. BBC greinir frá þessu.

Forsvarsmenn í landbúnaðargeiranum telja að í næsta mánuði náist að hemja verðbólguna þegar hveitiuppskeran verður tilbúin til vinnslu. Búist er við að 75 milljónir tonna hveitiuppskeru, og ásamt væntri prýðilegri uppskeru í Ástralíu er talið að þetta muni slá á heimsmarkaðsverðshækkanir á hveiti.

Kommúnistaflokkar á Indlandi hafa kallað eftir því að viðskipti með framvirka samninga um hrávörur verði bannaðar því slíkt stuðli að óeðlilegum verðhækkunum.