Verðbólga í ríkjunum þrjátíu sem eru aðilar að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) mældist 2,2% í maímánuði og hélst þar með óbreytt frá því í aprílmánuði. Minni hækkanir á matarverði náðu að vega upp á móti verðhækkunum á olíu á heimsmarkaði, að því er fram kemur í hagtölum frá OECD.