Í nýútkomnu Markaðsyfirliti Íslandsbanka er fjallað um verðbólgu og skammtímavexti. Verðbólga er nú meiri hér á landi en í helstu viðskiptalöndum og hefur frá því í maí verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands en framundan er ný vaxtaálvörðun seðlabankans. Fáir vita meira um vexti og verðbólgu en Ingólfur Bender forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka og hann verður hér á línunni á eftir.

Að því loknu heyrum við í sérfræðingi Viðskiptaþáttarins á olíumörkuðum, Magnúsi Ásgeirssyni innkaupastjóra eldsneytis hjá Olíufélaginu, og heyrum það nýjasta af olíumörkuðum.

Félag viðskiptafræðinga MBA við Háskóla Íslands ætlar að efna til morgunverðarfundar um; "Áhrif lánaveislu bankanna" og formaður félagsins Anna María Proppé verður í stuttu spjalli.

Í lok þáttarsins kemur síðan Már Wolfgang Mixa forstöðumaður SPH verðbréfa og segir okkur stöðu mála á erlendum hlutabréfamörkuðum.