Vísitala neysluverðs var óbreytt í 1,9% í desember á evrusvæðinu og er því enn við verðbólgumarkmið evrópska seðlabankans, sem er "nálægt, en undir 2%," segir í frétt Dow Jones.

Talið er að verðbólga muni aukast í byrjun árs, í kjölfar skattahækanna í Þýskalandi og Ítalíu.

Stýrivextir seðlabankans eru nú 3,5% og er talið að þeir verði hækkaðir upp í 3,75% á fyrsta ársfjórðungi.