Verðbólga á evrusvæðinu heldur áfram að minnka og mælist nú 3,2% í október. Verðbólgan í september mældist 3,8%.

Í frétt BBC kemur fram að minnkandi verðbólga auki möguleikann á vaxtalækkun evrópska seðlabankans.

Verðbólgan hefur nú minnkað síðustu fjóra mánuði eftir að hafa náð hámarki í júlí síðastliðnum þegar hún mældist 4,1%.

Talið er að stýrivextir Seðlabanka Evrópu kunni að lækka niður í 3,25% strax í næstu viku. Fyrr í þessum mánuði lækkaði bankinn stýrivext úr 4,25% niður í 3,75%.