Verðbólga á evrusvæðinu hefur enn á ný náð hámarki og mældist í júní 4% en var í maí 3,7%.

Líkt og á flestum öðrum myntsvæðum er það hækkandi matvæla- og eldsneytiskostnaður sem er sögð meginorsök hækkandi verðbólgu.

Á fréttavef BBC kemur fram að búast megi við stýrivaxtahækkun Seðlabanka Evrópu en bankinn tilkynnir vaxtaákvörðun sína á fimmtudag.

Greiningaraðilar telja að sögn blaðsins að stýrivextir verði hækkaðir í 4,25%.