Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í febrúar 2010  hækkaði um 1,15% frá fyrra mánuði. Þetta er þó nokkur breyting frá mælingum í janúar þegar vísitalan lækkaði um 0,3%. Þá mældist tólf mánaða verðbólga 6,6% en núna mælist hún 7,3%. Þetta kemur nokkuð á óvart þar sem búist við að áhrif útsala myndi vara lengur. Vetrarútsölum er að ljúka og hækkaði verð á húsgögnum, heimilistækjum o.fl. um 4,8% (áhrif á vísitöluna 0,37%). Verð á fötum og skóm hækkaði um 3,9% (vísitöluáhrif 0,22%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 11,0%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,3% sem jafngildir 5,4% verðbólgu á ári,