Verðbólgan á ársgrundvelli hefur ekki farið undir 6% síðan í janúar 2008 samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Í þeim mánuði mældist tólf mánaða breyting á vísitölu neysluverðs um 5,8% sem er svipuð breyting og átti sér stað á neysluverðsvísitölunni milli júní 2010 og 2009 eins og kom fram hjá Hagstofunni í morgun. Í mars 2008 féll gengi krónunnar með þeim afleiðingum að verðbólgan fór af stað; innfluttar vörur hækkuðu mikið og almennt verðlag hækkaði mikið út það ár.

Hér má sjá tólf mánaða breytingu á vísitölu neysluverðs í hverjum mánuði:

Ár         Mánuður        Hlutfallsleg breyting á tólf mánuðum.

2008

Janúar 5,8

Febrúar 6,8

Mars 8,7

Apríl 11,8

Maí 12,3

Júní 12,7

Júlí 13,6

Ágúst 14,5

September 14

Október 15,9

Nóvember 17,1

Desember 18,1

2009

Janúar 18,6

Febrúar 17,6

Mars 15,2

Apríl 11,9

Maí 11,6

Júní 12,2

Júlí 11,3

Ágúst 10,9

September 10,8

Október 9,7

Nóvember 8,6

Desember 7,5

2010

Janúar 6,6

Febrúar 7,3

Mars 8,5

Apríl 8,3

Maí 7,5

Júní 5,7