Vísitala neysluverðs í OECD ríkjunum lækkaði niður í 2,1% í september á ársgrundvelli, segir í frétt Dow Jones.

Mánaðarlækkunin er sú þriðja í röð, en vísitalan var 3% í ágúst. Neysluverð lækkaði um 0,1% í september, en það hækkaði um 0,2% í ágúst. Orkuverð hækkaði um 0,3% í september, en um 11,6% í ágúst.

Á meðal aðildarríkjanna var verðbólgan mest í Tyrklandi, eða 10,5%.

Verðbólgan var lægst í Japan eða 0,6%, í Kanada var verðbólgan 0,7% og 0,8% í Sviss.