Eins og fram kom í morgun hækkaði vísitalan neysluverðs (VNV) um 0,9% í ágúst og mælist 12 mánaða verðbólga því 14,5% en það er undir spám greiningardeilda bankanna.

Á myndinni hér til hliðar má sjá verðbólguspár greiningardeilda og 12 mánaða verðbólgu í ágúst.

Greiningardeildir Landsbankans og Kaupþings höfðu spáð hækkun VNV upp á 1 – 1,1% og að verðbólga yrði því 14,7% en Greining Glitnis hafði spáð því að verðbólgan yrði 14,8%.

Allar greiningardeildirnar voru samhljóma um að verðbólgan myndi ná hámarki í ágúst og hjaðna jafnt og þétt með haustinu. Greiningardeild Kaupþings setti þó þann fyrirvara á í sinni verðbólguspá að ef gengi krónunnar staðnæmdist myndi töluvert hægja á verðbólgunni í framhaldinu.