Verðbólga á evrusvæðinu lækkaði óvænt í desember og mældist 1,6% samkvæm tölum frá hagstofu evrópu, Eurostat en verðbólgan var 2,1% í nóvember s.l.

Að sögn Eurostat munar mestu um hraða lækkun á olíuverði.

Rétt er að hafa í huga að verðbólgan náði hámarki sínu í júlí s.l. þegar hún mældist 4% og hefur því lækkað nokkuð hratt á hálfu ári.

Verðbólgan er nú komin undir 2% verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu og telja viðmælendur Reuters fréttastofunnar að bankinn muni í framhaldinu lækka stýrivexti sína sem nú eru 2,5% og hafa lækkað úr 4,25% frá því í október.