Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,7% á síðastliðnum tólf mánuðum. Án húsnæðis mælist vísitalan um 4,9%.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,4% sem jafngildir 1,6% verðhjöðnun á ári.

Í frétt Hagstofunnar segir að sumarútsölum sé víðast lokið. Verð á fötum og skóm hækkaði um 5,5% og eru vísitöluáhrif þess 0,35%. Kostnaður við rekstur ökutækja lækkaði um 1,2% (-0,11%) og flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 11,2% (-0,11%).