Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 11,3%, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Verðbólgan mældist 8,5% í marsmánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,0% sem jafngildir 8,1% verðbólgu á ári (11,1% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í apríl 2010, sem er 363,8 stig gildir til verðtryggingar í júní 2010. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 7.183 stig fyrir júní 2010.