Helstu greiningaraðilar voru nokkuð nálægt því að spá rétt fyrir um 12 mánaða verðbólgu nú í desember.

Eins og greint var frá í morgun mælist 12 mánaða verðbólga nú 7,5% og lækkar úr 8,6% frá því í nóvember.

Á myndinni hér til hliðar má sjá hvernig spáð var fyrir um 12 mánaða verðbólgu í desember. Greining Íslandsbanka hafði gert ráð fyrir 7,7% verðbólgu, Hagfræðideild Landsbankans gerði ráð fyrir 7,6% verðbólgu og iFS Greining spáði 7,5% verðbólgu, sem síðan kom á daginn að reyndist rétt.

Í spá IFS kom fram að nú virtist vera sem mesti verðbólgukúfurinn væri yfirstaðinn þó fáar vísbendingar gæfu til kynna að sjálf verðbólgan væri yfirstaðin.

Annars má sjá tengla á verðbólguspár í tengdum fréttum hér að neðan.