Vísitala neysluverðs í Bandaríkjunum hækkaði um 0,2% og hækkaði 12 mánaða verðbólga úr 4,2% upp í 4,3%, segir greiningardeildin.

?Hækkunin var lítillega yfir væntingum markaðsaðila sem bjuggust við um 0,1% hækkun. Í kjölfar vaxandi verðbólgu telja flestir að líkur hafi aukist á að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka vexti úr 5,25% í 5,5%," segir greiningardeildin.

Ástæður verbólgunnar má að mestu rekja til hækkunar á matvælaverði, sem hækkaði um 0,3% sem og húsnæðisliða vísitölu neysluverðs sem hækkaði um 0,2%, að sögn greiningardeildar.