Í Vegvísi Landsbankans var í gær sagt frá því að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði samsvarar því að verðbólga verði að jafnaði 6% á ári næstu sjö árin. Það jafngildir því að verðlag á ÍSlandi hækki um helming til ársins 2015.

Bent er á að 4 ára verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hafi undanfarið verið í hæstu hæðum, en í lok mars var það 8%. Það hefur þó lækkað í þessari viku, en Landsbankinn telur álagið vera hærra en getur staðist til lengdar og spáir um 4,5% verðbólgu að jafnaði næstu 4 árin. Sú spá er þó háð því að ástand á gjaldeyrisskiptamarkaði lagist og að krónan styrkist.