Vegna snöggrar lækkunar gengisins mun verðbólgukúfur ríða yfir á næstu mánuðum, segir greiningardeild Landsbankans.

Gengi krónunnar hefur nú lækkað um nær 15% á síðustu tveimur mánuðum, samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Glitnis.

Útlit er fyrir að verðbólgan á þessu ári verði tæp 7% frá upphafi til loka og að 12 mánaða breyting vísitölunnar nái hámarki í júní í sumar í tæplega 8%, segir greiningardeild Landsbankans.

Seðlabankinn þarf að hækka stýrivexti hratt á næstu mánuðum og greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 13,25% í september á þessu ári.