Af þeim 84 mánuðum sem liðnir eru frá því að verðbólgumarkmiðið var tekið upp hefur verðbólgan verið í 18 mánuði á eða innan við 2,5% en í 66 mánuði hefur verðbólgan verið ofan við 2,5% markmiðið.

Markmiðið hefur því verið tryggt í rétt ríflega fimmtungi af þeim tíma sem verðbólgumarkmiðið hefur verið við líði.

Á myndinni hér til hliðar má sjá verðbólgu frá því í janúar árið 2001. Rauða línan er verðbólgumarkmið Seðlabankans.

Verðbólgan hefur undanfarin sjö ár verið að meðaltali 4,7%, sem sagt hátt nær tvöfalt verðbólgumarkmiðið, en hæst hefur verðbólgan farið á tímabilinu í 9,4% og var það í janúar 2002 og lægst hefur hún verið 1,4% en það var í janúar 2003.

„Ekki kæmi á óvart að verðbólgan setji nýtt met á næsta ársfjórðungi en við búumst við  að verðbólgukúfur sé framundan sem á rætur sínar aðallega að rekja til lækkandi gengis krónunnar undanfarnar vikur,“ segir í morgunkorni Glitnis.