Peningamagn í umferð á evrusvæðinu jókst meira í októbermánuði en hagfræðingar höfðu spáð fyrir um. Hefur vöxtur í peningamagni á ársgrundvelli ekki verið meiri í 28 ár, samkvæmt nýjum hagtölum sem evrópski seðlabankinn birti á þriðjudaginn. Slíkur vöxtur mun auka enn á áhyggjur seðlabankans af verðbólguþrýstingi á evrusvæðinu. Sérfræðingar segja að aukið peningamagn í umferð eigi ekki að koma á óvart, sökum vaxandi áhættufælni fjárfesta: Margir hafa fært sig úr áhættusömum eignum sem eru bundnar til lengri tíma og fært fjármuni sína inn á bankareikninga sem eru bundnir til skemmri tíma.

Í gær bárust jafnframt fregnir af því að verðbólga í Þýskalandi hefði aukist í 3,3%, vegna hækkandi olíu- og matarverðs. Verðbólga í Þýskalandi, stærsta hagkerfi Evrópu, hefur ekki verið hærri í tólf ár.

Nánar er fjallað um verðbólguóttan í erlendum fréttum Viðskiptablaðsins.