Greiningardeild Kaupþings banka segir að nýbirtar verðbólgutölur verði að teljst áfall fyrir trúverðugleika Seðlabankans.

Hagstofa Íslands birti verðbólgutölur í morgun og hækkaði vísitala neysluverðs um 1,45% og er 7,6% á ársgrundvelli. Greiningardeildin spáði 1,1% hækkun og er verðbólgan því nokkuð yfir væntingum Kaupþings banka.

"Verðbólgutölur fyrir maí hljóta að teljast áfall fyrir framgang verðbólgumarkmiðsins og trúverðugleika Seðlabankans. Verðbólgan er kominn vel yfir efri þolmörk verðbólgumarkmiðsins og mun ekki nálgast þau aftur í bráð," segir greiningardeildin.

?Nú liggur fyrir töluverð verðbólga er í pípunum sem erfitt er að stöðva, meðal annars vegna lækkunar á gengi krónunnar. Sumt ?líkt og hækkun á olíuverði ? liggur vitanlega utan við áhrifsvið Seðlabankans. Það sem nú skiptir máli er hvernig verðþróun verður eftir að gengisáhrifin hafa komið í gegn, einkum hvort launaþrýstingur verði enn frekar vart í verðbólgutölum"

Greiningardeildin segir að vísbendingar um að það vaxtaaðhald sem nú er til staðar muni fara hafa veruleg áhrif þegar fram líður og það dregur úr útlánum bankanna, en að samt sem áður má búast við að Seðlabankinn herði enn frekar aðhald sitt með 50 punkta hækkun þann 18. maí næstkomandi