Stjórnvöld í Saudi Arabíu hækkuðu rétt fyrir áramótin verð á bensíni um 50-66%. Verð á 95 oktana bensíni hækkaði um 50% og kostar nú 0,24 Bandaríkjadali, eða 31 íslenska krónu.

Lágt olíuverð hefur sett stórt rautt strik í ríkisfjármálin í olíuríkinu. Hallinn á ríkissjóði er um 15% af vergri landsframleiðslu og hækun bensínverð er liður í að bregðast við miklum tekjusamdrætti vegna lægra olíuverðs.

Ekki er útlit fyrir hækkun olíuverðs sem hefur ekki verið lægra í 11 ár, eða frá sumrinu 2004.