Samkvæmt nýlegri verðkönnun Dohop var meðalverð á flugi frá Keflavík um 23% lægra í nóvember í ár en á sama tíma fyrra, og er verðið því í sögulegu lágmarki.

Frá því síðasta verðkönnun var gerð fyrir mánuði hefur meðalverðið lækkað um 2% milli mánaða en verðið til Bandaríkjanna hefur lækkað meðan það hefur hækkað til Evrópu.

Meðalverð á flug er nú 43.122 krónur sem er um 13 þúsund krónum lægra en á sama tímabili í fyrra.

Meðalverð virðist haldast nokkuð stöðugt milli tímabila þegar skoðaðir eru áfangastaðir sem samkeppni ríkir um á markaði, en þó eru áberandi bæði hækkanir og lækkanir til ákveðinna borga, má þar nefna 18% hækkun á verði á flugi til Parísar en meðalverð á flugi til New York næstu vikurnar lækkar um nálega 30%.