*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 25. nóvember 2016 09:35

Verð heldur áfram að lækka

Húsnæðisliður neysluverðsvísitölunnar nær ekki lengur að vega upp á móti lækkun annarra liða.

Ritstjórn
Gígja Einarsdóttir

Vísitala neysluverðs var 0,02% lægri í nóvembermánuði i en mánuðinum á undan. Nam vísitalan 438,4 stigum, en vísitalan miðast við 100 stig í maí árið 1998.

Ef horft er á vísitölu neysluverðs án húsnæðis er það 393,4 stig, sem er lækkun um 0,41% frá októbermánuði, að því er fram kemur í tölum Hagstofunnar.

Á milli mánaða hækkaði kostnaður við búsetu í eigin húsnæði um 1,4%, en verð á mat og drykkjarvörum lækkaði um 0,7%, og verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 9,3%.

Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,1% ef horft er til síðustu 12 mánuða, en ef húsnæði er tekið út úr henni hefur hún lækkað um 0,3%. Vísitalan fyrir nóvembermánuð er notuð við til verðtryggingar í janúar 2017.