Heimsmarkaðsverð á gastegundinni helíum hefur rokið upp að undanförnu vegna skorts á því á alheimsvísu. BBC greinir frá þessu.

Í frétt BBC er rætt við Steve Durnford, eiganda blöðrubúðarinnar Balloons of London, en að hans sögn hefur innkaupsverð á helíum hækkað í þrígang á þessu ári, um 8 til 10% í hvert sinn.

Skorturinn hefur ekki eingöngu áhrif á blöðrusala, því helíum er meðal annars notað af heilbrigðisstofnunum, við raftækjaframleiðslu og við djúpkafanir í sjó.