Gott uppgjör Össurar á þriðja ársfjórðungi virðist hafa kom­ið mörgum á óvart en gengi bréfa félagsins hefur hækkað bæði á danska og íslenska markaðnum frá því að uppgjör félagsins var kynnt 23. október.

Eftir að uppgjör félags­ins var birt kynnti IFS ráðgjöf nýtt virðismat á félaginu fyrir fjárfesta.

Virðismat IFS gefur verðið 10,4 í dönsku kauphöllinni en 231,7 í þeirri íslensku. Í dönsku kauphöll­ inni fóru bréfin svo í fyrsta skipti yfir 10 króna múrinn á miðvikudag, þ.e. í gær. Þar með hafa bréf félagsins hækk­að um 22% frá því að William Demant lagði fram valfrjálst yfir­ tökutilboð í fyrra.