Verð á farsímum Apple, iPhone 5s og iPhone 5c mun lækkað um allt að 50 þúsund krónur hjá fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone, Símanum og Nova 13. desember næstkomandi í kjölfar samninga fyrirtækjanna við Apple. Fram til þessa hafa fyrirtækin keypt símana í gegnum milliliði í hinum ýmsu löndum.

Fréttablaðið segir í dag að útsöluverð muni lækkað allsstaðar. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segist í samtali við blaðið ánægð með samninginn enda Nova unnið lengi að því að ná beinum samningi við Apple.

Í tilkynningu frá Vodafone og Símanum segir að samningurinn muni hafa í för með sér byltingu fyrir eigendur snjallsíma og spjaldtölva frá Apple hér á landi þar sem þeir geti nýtt sér 4G-gagnaflutningsnet símfyrirtækisins. Það sama á reyndar við um fjarskiptafyrirtækin öll. Fram til þessa hefur þetta ekki verið mögulegt. Öðru máli gegnir hins vegar um Nova, sem hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á 4G-gagnaflutningstækni sína frá því í apríl.