Verðið á bílaleigunum við helsta flugvöll bandarísku stórborgarinnar borgarinnar Orlando, Orlando International Airport, er sérlega hagstætt um þessar mundir að minnsta kosti í samanburði við stöðuna haustin 2014 og 2016. Þetta kemur fram á vef Túrista .

Verð á meðalstórum bíl í Orlando í dag fyrir tímabilið 31. október til 8. nóvember er um 19.700 krónur en fyrir tveimur árum var verðið 24.500 krónur og 27.700 krónur fyrir 4 árum síðan.

Það er Icelandair sem flýgur til Orlando og í fyrra hóf félagið líka að fljúga til Tampa og þar með eru áfangastaðir flugfélagsins á Flórída orðnir tveir.

Sem fyrr er leitarvél bókunarfyrirtækis Rentalcars nýtt í verðsamanburðinn en hún finnur oft hagstæðari verð en þau sem bjóðast ef farið er beint til bílaleigufyrirtækjanna.