Nýafstaðin endurskoðun lyfjagreiðslunefndar á verði lyfseðilsskyldra lyfja hér á landi leiðir til lækkunar lyfjaverðs sem áætlað er að nemi samtals um 773 milljónum króna á ári. Lækkunin leiðir til lægri útgjalda sjúkratrygginga og lækkar einnig kostnað sjúklinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.

Lyfjalög kveða á um að lyfjakostnaði eigi að vera haldið í lágmarki. Lyfjagreiðslunefnd á einnig að sjá til þess að lyfjaverð sé að jafnaði sambærilegt og í viðmiðunarlöndunum, Damörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð.

Verðendurskoðun var skipt í tvo áfanga, verðlækkanir vegna fyrri áfangans tóku gildi 1. júní sl og seinni þann 1. október sl. Áætluð lækkun vegna fyrri áfangans er á ársgrundvelli um 273 milljónir og seinni um 314 milljónir. Kostnaðarlækkun mun skiptast jafnt milli sjúkratrygginga og sjúklinga.