Útlit er fyrir að minkaskinn seljist á um helmingi lægra verði núna en á síðasta sölutímabili. Niðurstöður úr stærsta uppboði ársins hjá danska uppboðshúsinu, sem byrjaði í gær, gefa tilefni til að draga þessa ályktun.

Á upphafsdegi uppboðsins var boðinn fram einn verðmætur litur, eftir því sem fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Högnaskinnin lækkuðu um 24-36% og læðuskinnin um þriðjung. Kemur þessi verðlækkun til viðbótar fjórðungs verðlækkun í desember.