Alls seldi ÁTVR 27,6 tonn af neftóbaki í fyrra. Þetta er 4,1% minna en árið 2012. Mest var salan árið 2011 en þá nam hún 30,2 tonnum.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að á undanförnum 10 árum hafi verð á neftóbaki snarhækkað eða um nærri 460% frá 2003 miðað við heildsöluverð ÁTVR. Munar þar mjög um nærri 70% hækkun sem Alþingi ákvað í fjárlögum í fyrra.

Kíló af neftóbaki kostaði að jafnaði um 28.600 krónur í heildsölu í fyrra. Það er nú komið í 29.243 krónur og kostar tóbaksdósin 1.800 krónur.