Verð á tunnu af Brent Norðursjávarolíu fór yfir 110 dali á mörkuðum í dag. Er það í fyrsta sinn síðan í september 2008 að verð fer svo hátt. Hækkandi olíverð er rakið til átaka í Líbýu og hafa fjárfestar áhyggjur af því að ástandið gæti enn versnað í landinu.

Olíufyrirtæki í landinu hafa mörg hver hætt eða hægt á framleiðslu vegna ástandsins. Í frétt BBC um málið segir að evrópska félagið Total hafi síðast fyrirtækja stöðvað framleiðslu. Fyrr í vikunni gerðu hið spænska Respol og ítalska ENI slíkt hið saman.

Líbýa er tólfti stærsti olíuútflytjandi heims. Stærstur hluti útflutttrar olíu fer til Evrópu.