Olíverð hækkaði nokkuð í dag í kjölfar þess að Evrópusambandslöndin ákváðu að beita viðskiptaþvingunum gegn Íran og banna innflutning á olíu og olíuvörum frá landinu. Bannið á að taka gildi um leið ákvæðin hafa verið birt og er reiknað með að það verði strax á morgun sem táknar þá að frá þeim degi verður óheimilt að semja um ný olíuviðskipti við Íran en innflutningur á þegar undirrituðum samningum verður væntanlega heimill fram til 1. júlí.

Verð á Brent-hráolíu í framvirkum samningum hækkaði um 76 sent í 110,6 dali fatið í dag