Silfurverð hefur náð sínu hæsta gengi í sjö ár, meðal annars vegna lágra vaxta á langtímaeignum og vonum um að iðnaðarmálmurinn verði leiðandi í umhverfisvænum aðgerðum stjórnvalda víðs vegar um heim, segir í frétt Financial Times .

Verð á málminum hækkaði um tæp 18% í vikunni og náð hæsta í 23,24 dollara á únsu. Það er hæsta gengi silfurs síðan í september 2013. Silfurverð hefur hækkað um tæp 90% frá því í mars sem er töluvert meiri hækkun en á verði gulls sem hefur hækkað um 29% á sama tíma.

Silfur, sem hefur líflegan fylgdarhóp meðal almennra fjárfesta, getur hækkað verulega þegar aðstæður eru réttar. Driffjaðrir eru meðal annars aukin eftirpurn eftir framleiðslu og þenslustefna í peningamálum.