Heimsmarkaðsverð á silfri hefur lækkað mikið það sem af er vikunni. Í lok síðustu viku kostaði únsan af silfri, ein únsa af góðmálmum er 31,1 gramm, 4.859 sent á Comex-markaðnum í New York og hefur silfur ekki verið dýrara í 31 ár samkvæmt Wall Street Journal. Á mánudag tók verð hins vegar að lækka ört og lækkaði um 251 sent, eða 5,2%.

Botninn datt svo úr á þriðjudag og þá lækkkaði verð um 350 sent, 7,6%. Í dag kostaði únsan af silfri 4.115 sent og hefur silfurverð því lækkað um 15,3% á þremur dögum.

Að sögn WSJ skýrist tapið af því að spákaupmennska hafi þrýst verðinu upp og nú hafi spákaupmenn innleyst hagnað.