Verð á ferskum fiski hefur verið undir þrýstingi í byrjun árs og áhrif á auknu framboði Norðmanna á þorski úr Barentshafi eru þegar byrjuð að koma í ljós á helstu fiskmörkuðum Íslendinga, segir Helgi Anton Eiríkisson, forstjóri Iceland Seafood International í samtali við Morgunblaðið í dag.

Fram kemur í umfjölluninni að frá miðju síðasta ári hefur stór saltfiskur frá Íslandi lækkað um 15 til 20% á Spáni, Portúgal, Ítalíu og Grikklandi. Í fyrsta sinn sé nú stóri fiskurinn seldur á lægra verði en sá minni.