Verð stóð í stað á evrusvæðinu í apríl og lauk þar með fjögurra mánaða verðhjöðnunartímabili á svæðinu. BBC News greinir frá þessu.

Í marsmánuði mældist 0,1% verðhjöðnun á svæðinu, verð hafði þá dregist saman í fjóra mánuði samfleytt. Lægra orkuverð hafði hins vegar áfram áhrif á neysluvísitöluna til lækkunar, en það lækkaði um 5,8% í apríl.

Matvörur hækkuðu um 0,3% í mánuðinum, verð á þjónustu um 0,9% og verð á áfengi og tóbaki um 0,9%.