Karlmönnum í Norður Kóreu er skylt núna að láta klippa sig með sama hætti og leiðtogi þeirra, Kim Jong-un. Á vef BBC segir að þessi regla hafi verið kynnt í Pyongyang, höfuðborg Norður Kóreu, fyrir tveimur vikum. Um þessar mundir er verið að kynna hana víðar um landið.

„Klipping leiðtoga okkar er mjög sérstök,“ segir einn heimildarmaður í samtali við Radio Free Asia. „Klippingin passar ekki við hvern sem er þar sem fólk hefur ólíkt andlitslag og ólíkt höfuðlag,“ segir hann.

Norður Kóreumaður sem býr í Kína segir að þetta útlit sé frekar óvinsælt þar sem það líkist kínverskum smyglara.

BBC greindi frá.