*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 21. mars 2019 19:02

Bjarni: Verða að leggja meira á sig

Bjarni Benediktsson segir ekki von á nýju útspili frá ríkinu. Samningsaðilar verði að leggja meira á sig til að ná saman.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Haraldur Guðjónsson

„Það stendur ekki upp á stjórnvöld að greiða úr stöðunni heldur verða aðilarnir bara að leggja meira á sig til að ná saman,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um stöðuna á vinnumarkaði. Sameiginleg verkföll Eflingar og VR hefjast á morgun.

„Við höfum auðvitað lagt fram tillögur í húsnæðismálum, skattamálum og fleiri málum. Það er ekki von á nýju stóru útspili frá ríkinu,“ segir hann.

„Þetta er viðkvæmt ástand og hefur verið mjög lengi. Nú erum við að færast nær aðgerðum og ég held að það sé til tjóns ef það kemur til frekari átaka,“ segir Bjarni.

Bjarni benti á samtali við Viðskiptablaðið í febrúar að stærstur hluti skattgreiðslna þeirra lægst launuðu rynni til sveitarfélaga en ekki ríkisins. „Menn verða til dæmis að átta sig á að tekjuskatthlutur ríkisins af einstaklingi sem hefur 325 þúsund krónur í mánaðarlaun nær ekki 20 þúsund krónum þannig að möguleiki okkar til þess að auka ráðstöfunartekjur þessara einstaklinga með skattalækkun er ekki til staðar. Við lækkum ekki skatta niður fyrir núll. Menn verða að átta sig á því að það er verið að verja rúmlega þriðjungi af öllum þeim sköttum sem innheimtir eru af þeim sem eru með 325 þúsund krónur á mánuði til þessara aðgerða,“ sagði Bjarni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Kjaramál
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is