Stjórnmálaflokkarnir verða hér eftir að sérgreina útgjöld sín vegna þátttöku í kosningum til Alþingis eða sveitastjórnar. Ríkisendurskoðun hefur sent dreifibréf til allra stjórnmálaflokka sem buðu fram í alþingiskosningunum i vor þessa efnis.

Í bréfi til stjórnmálaflokkanna kemur líka fram að í skýringum komi fram hvernig þessi kostnaður skiptist, svo sem í laun, auglýsingar, kynningar, ferðakostnað, aðkeypta þjónustu og annan kostnað vegna kosninga.

Fimmtán framboð buðu fram í þingkosningunum síðast og hafa þau öll fengið sent þetta bréf frá Ríkisendurskoðun.