WPP, móðurfélag Cohn & Wolfe á Íslandi hefur sameinast Burson-Marsteller en eftir sameininguna mun félagið ganga undir heitinu Burson Cohn & Wolfe. Í fréttatilkynningu segir að sameinað félag verði eitt stærsta alþjóðlega alhliða boðskiptafyrirtæki heims.

Sameinað fyrirtæki verður leitt af forstjóranum Donnu Imperato sem nú stýrir Cohn & Wolfe. Don Baer, forstjóri og stjórnarformaður Burson-Marsteller, verður stjórnarformaður Burson Cohn & Wolf.

Guðjón Heiðar Pálsson, framkvæmdastjóri íslenska útibús Cohn & Wolfe og „Country Manager“ fyrir Ísland, fer fyrir sameinuðu félagi hér á landi. Hann er ánægður með breytinguna sem hefur í för með sér aukna samþættingu sérfræðikunnáttu á heimsvísu fyrir Ísland.