Fyrstu flugvélar lággjaldaflugfélagsins EasyJet frá London Gatwick og Genf lentu á Keflavíkurflugvelli í gær.

Flogið verður þrisvar í viku til Gatwick og tvisvar í viku til Genfar – allt árið um kring. Fyrirhugað er að bæta við flugi á milli Keflavíkur og Belfast og verða flugleiðir félagsins til og frá Íslandi þannig orðnar átta talsins í desember næstkomandi. Þetta mun gera EasyJet að næst umsvifamesta flugfélaginu á Íslandi.

Ali Gayward, framkvæmdastjóri hjá EasyJet, kom hingað til lands í tilefni jómfrúarflugsins frá London Gatwick og Genf en hún segir að lág fargjöld muni koma íslenskum ferðalöngum til góða.

Vb sjónvarp náði tali af Ali Gayward.