*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 28. október 2014 11:17

Verða næststærstir á Íslandi

Ali Gayward, framkvæmdastjóri hjá EasyJet, telur öruggt að íslenskir ferðalangar muni nýta sér lág fargjöld til Bretlands og Evrópu.

Jóhannes Stefánsson
Hleð spilara...

Fyrstu flugvélar lággjaldaflugfélagsins EasyJet frá London Gatwick og Genf lentu á Keflavíkurflugvelli í gær.

Flogið verður þrisvar í viku til Gatwick og tvisvar í viku til Genfar – allt árið um kring. Fyrirhugað er að bæta við flugi á milli Keflavíkur og Belfast og verða flugleiðir félagsins til og frá Íslandi þannig orðnar átta talsins í desember næstkomandi. Þetta mun gera EasyJet að næst umsvifamesta flugfélaginu á Íslandi.

Ali Gayward, framkvæmdastjóri hjá EasyJet, kom hingað til lands í tilefni jómfrúarflugsins frá London Gatwick og Genf en hún segir að lág fargjöld muni koma íslenskum ferðalöngum til góða.

Vb sjónvarp náði tali af Ali Gayward.

Stikkorð: Ferðamál EasyJet