Verðbólga jókst á milli mánaða í nóvember og fór úr 0,7% í 0,9% á evrusvæðinu, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi meiri verðbólga en reiknað hafði verið með, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar . Meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 0,8% verðbólgu.

Helstu liðir sem juku verðbólgu á evrusvæðinu voru verðhækkanir á matvöru, áfengi og tóbaki.

Bloomberg bendir á að þetta sé tíundi mánuðurinn í röð sem verðbólga mælist undir 2% verðbólgumarkmiðum evrópska seðlabankans. Rifjað er upp í umfjöllun Bloomberg að evópski seðlabankinn lækkaði stýrivexti niður í 0,25% fyrr í mánuðinum til að knýja hjól efnahagslífs evruríkjanna í gang á nýjan leik.