Tólf mánaða verðbólga var 1,9% í febrúar samkvæmt mælinu Hagstofunnar og hækkaði því um 0,1 prósentustig frá janúarmánuði. Í tilkynningu Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs hafi mælst 367,7 stig í mánuðinum og hækkað um 1,18% á milli mánaða en án húsnæðis hafi VNV hækkað um 1,16%.

„Vetrarútsölum er að ljúka og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,5% (vísitöluáhrif 0,33%) og verð á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. um 2,5% (0,16%),“ segir á vef Hagstofunnar.