evrur
evrur
© None (None)
Samræmd vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,1% að meðaltali á síðastliðnum tólf mánuðum í ríkjunum Evrópska efnhagssvæðisins (EES). Dregst verðbólgan því saman frá fyrri mánuði um 0,1%, en í maí nam tólf mánaða hækkunartaktur vísitölunnar 3,2%. Samræmd neysluverðsvísitala EES á Íslandi í júní hækkaði um 0,3% frá fyrra mánuði. Verðbólgan er meiri ef einungis er skoðað Ísland þá er árshækkun vísitölunnar til júlí 4,8% er fram kemur í gögnum Hagstofu Íslands.

Tilgangur með samræmdu neysluverðsvísitölunnir er að mæla á samræmdan hátt breytingar á verðlagi innan EES og auðvelda með því samanburð á verðbólgu milli ríkjanna