Verðbólga á evrusvæðinu mældist í september 0,3% og hefur ekki verið minni í fimm ár. Wall Street Journal greinir frá.

Seðlabanki Evrópu greip til mikilla aðgerða fyrr í þessum mánuði til þess að ná verðbólgumarkmiði bankans sem nemur tæpum 2%. Of snemmt er að segja til um hvort aðgerðirnar hafi haft áhrif til hins betra, en þó er mögulegt að seðlabankinn þurfi að grípa til enn frekari aðgerða til þess að ná markmiði.

Lítil verðbólga hefur verið mikið vandamál á svæðinu og bendir til lítillar eftirspurnar innan þess. Ef ekki tekst að rétta úr kútnum er óttast að það geti leitt til nýrrar niðursveiflu á markaðnum.