Verðbólga á evrusvæðinu mældist 0,1% í nóvember og var óbreytt milli mánaða, en sérfræðingar bjuggust við því að verðbólga myndi aukast í 0,2%.

Allir horfa núna til bankastjóra Seðlabanka Evrópu, Mario Draghi en búist er við að hann muni tilkynna um auknar magnbundnar íhlutanir eftir fund bankans á morgun. Atvinnuleysi í framleiðslugreinum hefur ekki batnað á sama hátt og búist var við og versnandi efnahagur nýmarkaðsríkja virðist ætla að skaða þann viðkvæma efnahagsbata sem evrusvæðið hefur upplifað að undanförnu.

Sérfræðingar benda til þess að lækkandi orkukostnaður og hrávörukostnaður haldi aftur að verðbólgu en verðbólga án þessara þátta er um 0,9%

Draghi hefur allt að því lofað að lækka vexti og auka við skuldabréfakaup bankanna á fundi bankans á morgun. Stýrivextir eru nú neikvæðir um 0,2% á evrusvæðinu og sjóðurinn sem bankinn hefur til umráða til að ráðast í magnbundar íhlutanir nemur um 1.100 milljörðum evra; en mögulegt er að breytingar verði á tímaáætlun eða upphæð sjóðsins.

Gengi evru nálgast það að vera jafndýr Bandaríkjadal, en það hefur ekki gerst síðan árið 2002, en það er ekki talið liklegt að aðgerðir Seðlabankans muni styrkja við gengi evrunnar.