Verðbólga í maímánuði í Bandaríkjunum mældist 2,8% og jókst um 0,2 prósentustig frá mánuðinum á undan samkvæmt gögnum frá vinnumálastofnun Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt Bloomberg lækkaði atvinnuleysishlutfall á sama tíma niður í 3,8% og hefur ekki verið lægra í landinu í 48 ár.

Verðbólga í Bandaríkjunum er kominn 0,8 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Bandaríkjanna sem er 2%. Samkvæmt frétt Reuters er búist við því að peningastefnunefnd bankans muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig þegar nefndin tilkynnir vaxtaákvörðun sína á morgun.