Þrátt fyrir þrjár vaxtahækkanir á fjórum mánuðum heldur verðbólga í Kína áfram að hækka. Í janúar mældist hún 4,9% en á síðasta ári hækkaði verðlag um 4,6%. Frá þessu greinir BBC og vísar í tilkynningu kínversku hagstofunnar.

Hækkandi matvælaverð á stóran þátt í hækkandi verðlagi í þessu fjölmennasta hagkerfi heims en í janúar hækkaði matvælaverð um 10,3% í landinu. Þá hafa þurrkar valdið uppskerubresti á hveiti sem eykur á verðbólguþrýstinginn. Þetta er að sögn BBC mikið áhyggjuefni fyrir landið þar sem fátækar fjölskyldur eyða nær helmingi tekna sinna í matarkaup.

Að sögn Jinny Yan, hagfræðingi hjá Standard Chartered, er verðbólgutoppnum ekki náð.