Verðbólga er komin á skrið á nýjan leik í Kína. Hún mældist 2,7% í síðasta mánuði samanborið við 2,1% í maí. Breska dagblaðið Financial Times segir um málið á vef sínum aðgengi Kínverja að lánsfé fyrr á árinu hafa aukið einkaneyslu að hluta og keyrt verðbólgu upp. Mestu munar þó um verðhækkanir á fasteignamarkaði og matvöru, ekki síst svínakjöti.

Blaðið segir stjórnvöld í raun á milli tveggja elda því á sama tíma og reynt sé að kæla efnahagslífið þá glímir það enn við eftirmála fjármálakreppunnar og viðkvæmt nú um stundir á sama tíma og í raun hafi dregið úr eftirspurn í hagkerfinu.