Verðbólga innan ríkja Evrópusambandsins mælist 2,7% samkvæmt nýjustu tölum frá Eurostat. Þetta er hækkun frá því í júlí en verðbólgan var þá 2,5%.

Þetta er hærra en verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu um að verðbólga sé undir 2%.

Verðbólgan hækkaði líka í evruríkjunum úr 2,4% í 2,6% en fjöldi atvinnulausra eru enn tæplega 147 milljónir manna.